HELSTU MÁLEFNI
ÖRUGGARI SAMGÖNGUR
Engum dylst að samgöngumál eru eitt brýnasta málefni kjördæmisins. Raunar eru samgöngumál Suðurkjördæmis farin að varða þjóðarhag, en sú gríðarlega fjölgun ferðamanna sem sækja landið heim hefur orðið til þess að nauðsynlegt er að bregðast við. Nauðsynlegar framkvæmdir á samgönguinnviðum munu því aðeins ýta undir frekari verðmætasköpun og hagvöxt í kjördæminu.
Öryggisþjónusta
Löggæsla
Öflug löggæsla er hornsteinn lýðræðissamfélags. Lögreglan verður að geta haldið uppi öflugri löggæslu með það að markmiði vernda öryggi íbúa, vernda réttindi þeirra og friðhelgi einkalífsins.
Utanspítalaþjónusta
Kanna verður stöðu utanspítalaþjónustu í kjördæminu og meta þörfina fyrir hana vegna hagræðingar í heilbrigðisþjónustu, fjölgunar íbúa og ferðamanna um land allt.
Leit og björgun
Fjölgun erlendra ferðamanna hafa aukið álag á almannavarnir og björgunarstarf. Þeim fylgja nýjar áskoranir sem nauðsynlegt er að koma til móts við.
Ungt fólk
Fjárhagslegt frelsi
Eitt brýnasta málefnið sem snýr að ungu fólki er fjárhagslegt frelsi. Fjárhagslegt frelsi er forsenda þess að ungt fólk geti talist frjálst og valið í hvað það ráðstafar sínum tekjum. Nauðsynlegt er að stjórnvöld stuðli að því allir geti eignast húsnæði. Þá á ungt fólk að hafa frelsi til að ráðstafa sparnaði sínum og hluta af lífeyrisgreiðslum til að koma sér þaki yfir höfuðið. M.ö.o. byggja sér upp öruggt heimili sem verður svo lífeyrissjóður framtíðarinnar.
Treystum ungu fólki
Virkja þarf þann kraft og hugmyndaauðgi sem býr í ungu fólki sem þorir að fara nýjar leiðir. Mikilvægt er að þessi mannauður sé betur nýttur hjá hinu opinbera en eins og bersýnilega kemur í ljós í svörum við fyrirspurnum minni um aldurssamsetningu æðstu stjórnenda ráðuneyta, stofnana og nefnda á vegum hvers ráðuneytis, þá mætti hið opinbera bæta sig.
http://www.althingi.is/altext/cv/is/fyrirspurnir/?nfaerslunr=1176
HVER ER VILHJÁLMUR ÁRNASON
Ég er fæddur á Sauðárkróki 29. október 1983. Foreldrar mínir eru Árni Egilsson, skrifstofustjóri og Þórdís Sif Þórisdóttir, stuðningsfulltrúi. Ég er kvæntur Sigurlaugu Pétursdóttur snyrtifræðingi og á með henni þrjá syni, þá Pétur Þór sex ára, Patrek Árna fjögurra ára og Andra Stein tveggja ára.
Menntun
Ég er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Menntaður lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Þá er ég einnig menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og er með ökukennararéttindi frá símenntunardeild Háskóla Íslands.
Störf
Ég hef starfað við ýmis konar störf meðfram námi, m.a., almenn sveita-, verslunar- og skrifstofustörf. Einnig rak ég Hofsprent ehf. frá 2002–2007. Þá sinnti ég ýmsum lögreglustörfum hjá sýslumanninum á Sauðárkróki á árunum 2004–2005. Þar á eftir starfaði ég sem lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2008 og hjá Lögreglunni á Suðurnesjum frá 2008–2013.
Þingmennskan
Síðan ég tók sæti á Alþingi hef ég setið í allsherjar- og menntamálanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Mér hefur verið treyst fyrir fjölda verkefna fyrir hönd ráðherra og þingflokks sjálfstæðismanna, en þar ber helst að nefna:
Formaður Víkings, félags ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, 2003–2006.
Formaður Freyju, félags ungra sjálfstæðismanna í Grindavík, 2008–2013.
Stjórn Landssambands lögreglumanna 2008–2012.
Stjórn Lögreglufélags Suðurnesja 2009–2011.
Formaður skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur 2010–2012.
Ritstjóri: Ferðafélaginn, ferðahandbók Íþróttafélags lögreglumanna.
Forseti nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2003-2004