Hver er Vilhjálmur Árnason


Þingmennska

Vilhjálmur tók sæti á Alþingi árið 2013 og er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd ásamt því að sitja í Norðurlandaráði og eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingabankans. Vilhjálmur hefur sinnt fjölda verkefna fyrir hönd ráðherra og þingflokks sjálfstæðismanna, þar ber helst að nefna:

• Formaður starfshóps vegna útdeilingu viðbótarfjármagns til lögreglunnar

• Formaður í starfshópi um endurskoðun á lögreglunámi á Íslandi

• Starfshópur um gerð löggæsluáætlunar

• Starfshópur um gerð Hvítbókar í samgöngumálum

• Varaformaður Þingvallanefndar

• Varamaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

• Starfshópur vegna gestastofu Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftárhreppi

• Starfshópur um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt

• Nefnd félagsmálaráðherra um málefni barna

• Nefnd umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð og var með sérálit

• Þróunarsamvinnunefnd

• Þingmannanefnd um endurskoðun útlendingalaga

Önnur störf
Vilhjálmur hefur starfað við ýmis konar störf meðfram námi, s.s almenn sveita-, verslunar- og skrifstofustörf. Vilhjálmur rak Hofsprent ehf. frá 2002–2007 og sinnti lögreglustörfum hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki á árunum 2004–2005. Hann starfaði sem lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2008 og hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá 2008–2013.
Félagsstörf

• Formaður Víkings, félags ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði, 2003–2006

• Formaður Freyju, félags ungra sjálfstæðismanna í Grindavík, 2008–2013

• Stjórn Landssambands lögreglumanna 2008–2012

• Stjórn Lögreglufélags Suðurnesja 2009–2011

• Formaður skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur 2010–2012

• Ritstjóri: Ferðafélaginn, ferðahandbók Íþróttafélags lögreglumanna

• Forseti nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2003-2004

Menntun

Vilhjálmur er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hann lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann lauk einnig prófi sem lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og hefur ökukennararéttindi frá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands.

Fjölskylduhagir

Vilhjálmur Árnason er fæddur á Sauðárkróki 29. október 1983. Foreldrar hans eru Árni Egilsson skrifstofustjóri og Þórdís Sif Þórisdóttir stuðningsfulltrúi. Vilhjálmur er kvæntur Sigurlaugu Pétursdóttur flugfreyju og á með henni þrjá syni, Pétur Þór 11 ára, Patrek Árna níu ára og Andra Stein sjö ára.

Málstaðurinn


Bættar samgöngur

Öruggar og greiðar samgöngur stuðla að fjölþættu og blómlegu atvinnulífi sem eru forsenda góðra lífskjara.

Neyðarþjónusta

Efling löggæslu, utanspítalaþjónustu, almannavarna og björgunarþjónustu er nauðsynleg til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna.

Ráðdeild í ríkisrekstri

Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar sýni ráðdeild í ríkisrekstri og forgangsraði almannafé í grunnþjónustuna enda fjármunir fólksins í landinu.

Bættar samgöngur

Öruggar og greiðar samgöngur stuðla að fjölþættu og blómlegu atvinnulífi sem eru forsenda góðra lífskjara.
Grunnþjónusta

Aukið umferðaröryggi bætir aðgengi að opinberri þjónustu og eykur hagkvæmni í rekstri. Þar með væri hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, löggæsluna og bæta búsetuskilyrði í kjördæminu.

Forvarnir

Yfir 200 manns slasast eða láta lífið í umferðarslysum á ári hverju. Þetta kostar samfélagið 50 milljarða árlega. Fjármununum væri betur varið í að koma í veg fyrir þessi slys með öruggari samgöngum.